11. ágúst, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur á undanförnum tveimur áratugum orðið helsti vettvangur íslensks handverks og hönnunar. Þar kynna og selja listamenn og hönnuðir fjölbreyttar vörur – skartgripi, textíl, leður, keramik, tréskurð margt fleira. Fyrsta sýningin var haldin 26.–29. október 2006 og hefur hún árlega laðað til sín þúsundir gesta og hundruð sýnenda.
Handverk og hönnun leggur áherslu á að sýnileiki handverks byggist bæði á sýningum sem vekja athygli og á viðburðum sem styðja markaðssetningu og dreifing.
Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að fresta árlegu sýningunni árið 2025 til að endurhanna hana með aukinni áherslu á faglega kynningu og markaðssetningu gæða handverks í samtíma Íslands. Þetta mat átti sér stoð í stefnumótuninni 2022, þar sem markmið Handverks og hönnunar eru að tryggja sýnileika handverks, efla gæði og tryggja fagmennsku. Með því að leggja vinnu í endurskipulagningu vonast Handverk og hönnun til að bjóða upp á enn sterkara, faglegra rými fyrir íslenskt handverk árið 2026 og þar eftir.
Við bendum sýnendum og unnendum á eftirfarandi aðila sem staðið hafa að glæsilegum jólamörkuðum:
https://www.facebook.com/heidmork
https://www.facebook.com/saman.menningogupplifun
https://www.facebook.com/hofudstodin
https://www.facebook.com/ishushafnarfjardar
Við vinnum nú hörðum höndum að sterkum stoðum sýningarhalds og kynningar á íslensku samtíma handverki.
Ljósmynd: Sunna Ben - frá vorsýningu Leirlistafélags Íslands ,,Bergmál landsins"
20. maí, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Ljósmyndirnar eru faglegt handverk Sunnu Ben
Sýningarstjóri: Búi Bjarmar
12. maí, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
The Nordic Network of Crafts Associations (NNCA), sem sameinar sjö handverkssamtök á Norðurlöndum, þar á meðal HANDVERK OG HÖNNUN, leggur til að stofnuð verði sérstök handverksverðlaun Norðurlandaráðs. Markmiðið er að auka sýnileika norræns samtímahandverks, fagna menningarlegum og listrænum fjölbreytileika og varpa ljósi á framlag listamanna og handverksfólks til samfélagsins.
11. maí, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Verið hjartanlega velkomin á opnunarhóf vorsýningar Leirlistafélags Íslands BERGMÁL LANDSINS í rými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi (við hliðina á vínbúðinni) laugardaginn 10. maí kl. 14-16.
Sýningarstjóri er Búi Bjarmar Aðalsteinsson.
Sýningin stendur til 1. júní og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá 12-17.
04. apríl, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Félag trérennismiða á Íslandi fagnar 30 ára afmæli á árinu og af því tilefni ætlar félagið að standa fyrir 30 daga viðburði í apríl. Meðlimir félagsins taka yfir húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og breyta því í alvöru rennismiða vinnustofu þar sem félagsmenn skiptast á að mæta og renna ýmsa gripi úr ólíkum viðartegundum
04. apríl, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga á Skriðuklaustri þann 12. apríl kl 14.00. 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.
25. febrúar, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga þann 28. febrúar næstkomandi, þar sem 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.
16. janúar, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá.
08. janúar, 2025
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (recidendy) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum.
Könnun:Vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum
01. nóvember, 2024
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem fer fram dagana 7-11 nóvember munu tveir listamenn sýna lifandi handverk sitt. Þessir sérstöku pop-up viðburðir munu fara fram laugardaginn 9. nóv og sunnudaginn 10. nóv. Á viðburðunum munu listamenn vera að vinna að sínu handverki og hönnun og sýna gestum sýningarinnar sérhæft handbragð og verklag sitt.